Óðinsdagur - Sprettir

Átti að hlaupa í gær en var þreyttur og með ónot í fótum. Ónotin eiga sér nú skýringu, að ég held. Álfurinn tók óvart fram gamla hlaupaskó og fór tvívegis í þeim út að hlaupa. Þeir eru hvorki með innanfótarstyrkingu né innleggi fyrir flatfót, og þykist ég finna mun. - Annars að aðalatriðinu þetta. Fór út og gerði sem áætlunin boðaði en degi of seint: Sprettir - 5 sinnum 1 kílómetri á hlaupataktinu 4:45-4:50 mín/km. Þetta tókst ágætlega, nema ég fór aðeins of hratt í upphafi, og tölurnar eru þessar:

4:33
4:54
4:43
4:50
4:41

Annars er áætlunin SUB-50 komin aðeins úr skorðum. Í dag hefði ég átt, ef ég hefði ekki hvílt í gær, að hlaupa rólega í 30 mínútur, og það sama á morgun og hvíla á frjádegi. Ég held ég hlaupi bara rólega á morgun og hvíli svo. Fæ þá tvo hvíldardaga út úr þessu.

D11 - Hvíld.
D10 - 30 mín., rólegt hlaup
D9 - 30 mín., rólegt hlaup Hvíld
D8 - Byrja með 5x1K. Hvíld 60–90 sek. 1 - 4:33, 2 - 4:54, 3 - 4:43, 4 - 4:50 og 4 - 4:41.
D7 - 30 mín., rólegt hlaup = 5,5 km. Ht. 5:28 mín/km. Púls 152.
D6 - 30 mín., rólegt hlaup = 5,3 km. Ht. 5:45 mín/km. Púls 150.
D5 - Rólegt 1 klst. 45 mín. = 18,2 km. Ht. 5:49 mín/km. Púls 153.
D4 - Hvíld.
D3 - Byrja með 3x2K. Hvíld: 90 sek. – 2 mín. = 1: 5:01 2: 5:19 og 3: 4:59 mín/km. Púls 162.
D2 - 30 mín., rólegt hlaup = 6,2 km á 35 mín. Ht. 5:48 mín/km. Púls 152.
D1 - 60–70 mín., rólega = 9,7 km á 65 mín. Ht. 6:45 mín/km. Púls 148.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband