6.1.2008 | 20:42
Sunnudagur - Sjötti dagur í SUB-50
Var stirður eftir næstum tveggja stunda hlaup í gær, hafði ekki hlaupið svona lengi eða langt áður. Sofnaði snemma og var stirður og stífur er ég vaknaði. Fór með drenginn til Selfoss þar spilaði hann leik í handbolta, og vann. Komum heim seinni partinn og eftir að hafa liðkað stirðan skrokk fór ég út. Æfingaráætlunin bauð mér að hlaupa rólega í 30 mínútur og ég gerði það. - Sama verður á morgun, mánadag, og svo koma sprettir. Það verður forvitnilegt. Annars er árangurinn hér fyrir neðan.
D6 - 30 mín., rólegt hlaup = 5,3 km. Ht. 5:45 mín/km. Púls 150.
D5 - Rólegt 1 klst. 45 mín. = 18,2 km. Ht. 5:49 mín/km. Púls 153.
D4 - Hvíld.
D3 - Byrja með 3x2K. Hvíld: 90 sek. 2 mín. = 1: 5:01 2: 5:19 og 3: 4:59 mín/km. Púls 162.
D2 - 30 mín., rólegt hlaup = 6,2 km á 35 mín. Ht. 5:48 mín/km. Púls 152.
D1 - 6070 mín., rólega = 9,7 km á 65 mín. Ht. 6:45 mín/km. Púls 148.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.