5.1.2008 | 16:25
Laugardagur - Lengsta hlaup á árinu, enda hlaupár
Æfingaráætlunin - SUB-50 - skipaði mér að hlaupa í 1 klst. og 45 mín. Veðrið var frábært, andvari og hiti um 3¨C. Áður en ég lagði af stað fann ég fyrir verk aftan í vinstra læri en ég hitaði vel upp, gerði teygjur og bar á krem. Þá varð ég ferðafær og markmiðið að fara rólega. Prófaði að stilla garminn á ákveðinn hlaupatíma og hlaupatakt; tær snilld, hljóp því með æfingarfélaga alla leiðina og hafði sigur, sem var þó nú ekki endilega markmiðið. Í þetta skiptið, sérstaklega þegar langt hlaup lá fyrir fótum mér, tók ég með mér þrjá vatnsbrúsa, og það var viturlegt - drakk á 25 mínútna fresti, og þegar 20 mínútur voru eftir kom ég við í sjoppu og fékk meira vatn.
Þegar ég kom heim reyndi ég að gera nokkrar teygjur - maður á víst að gera svo - en það var erfitt, var þreyttur. En þegar ég var búinn að fara í heitt bað kláraði ég að gera teygjurnar. Finn aðeins fyrir þreytuverkjum í kálfum. Nú er bara að hvíla þar til á morgun en þá, og næsta dag, á ég að hlaupa rólega í 30 mínútur.
Hér fyrir neðan er svo árangurinn fram til þessa, í öfugri röð:
D5 - Rólegt 1 klst. 45 mín. = 18,2 km. Ht. 5:49 mín/km. Púls 153.
D4 - Hvíld.
D3 - Byrja með 3x2K. Hvíld: 90 sek. 2 mín. = 1: 5:01 2: 5:19 og 3: 4:59 mín/km.
D2 - 30 mín., rólegt hlaup = 6,2 km á 35 mín. Ht. 5:48 mín/km.
D1 - 6070 mín., rólega = 9,7 km á 65 mín. Ht. 6:45 mín/km.
Annars var vikan svona. Fór fimm sinnum út að hlaupa, hefi aldrei farið eins oft. Heildarvegalengd: 53,0 km (36,3 km / 24,7 km / 18,8 km, vikurnar á undan), aldrei hlaupið eins langt. Verður aðeins rólegra í næstu viku. Maður á víst að bæta smám saman við sig í tíma og vegalengt en þessi vika var nú ekki alveg skv. því.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.