3.1.2008 | 22:12
Þórsdagur - Hraðaæfing 3 x 2 km
Í fyrsta skipti á mínum hlaupaferli gerði ég hraðaæfingu, á þá við formlega æfingu með ákveðinni vegalengd. Hefi stundum tekið einhverja spretti en ekki eins og núna. Fór hér að ráðum reynds manns, Steins Jóhannssonar, en hann sá að ég missti niður hraðann í Gamlárshlaupinu. Forskriftin var þrisvar sinnum tveir kílómetrar og markmiðið að hlaupa vegalengdina á 9:50 mínútum, hlaupataktur 4:55 mín. / km. og er að finna í SUB-50 prógramminu.
Set hér meðal hlaupatak fyrir hvern hlaupinn kílómetra, þegar ég tók á því, og ætlaði að fara hvern þeirra á 4:55. Það tókst næstum því í fyrsta skiptið, mótvindur var nokkur en ég gaf ekkert eftir; þraukaði með vindinn í fangið. Brenndi miklu og svo kom að rykk nr. 2 og þá var ég alveg að gefast upp - sérstaklega á langri aflíðandi brekku - en þegar það var frá hugsaði ég með mér, iss! piss! bara einn rykkur eftir og þá mér til lukku var vindurinn í bakið og hljóp niður eina langa aflíðandi brekku.
1 - 5:01
2 - 5:19
3 - 4:59
Á morgun verður hvílt og á laugardaginn verður langt rólegt hlaup: 1 klst. og 45 mínútur.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.