Frjádagur - Hlaup í frosti

Fór út í frostið, -6°C, og hljóp litla hringinn rólega: 6,5 km á 36 mín. (það er kannski ekki rólega); hlaupataktur 5:37 mín/km. Klæddi mig vel. Fór í þrjá boli; hlýra, stutterma og síðerma, og utan yfir í hettupeysu. Ég var í hlaupanærbuxunum mínum og síðbuxum. Þá var ég með vettlinga og húfu. Ekki varð mér kalt en stundum varð ég að hlaupa hratt til að halda á mér hita. Þegar ég nálgaðist heimilið fór ég um ótroðna stíga; það reyndi öðru vísi á. Það er nú víst svo að maður á líka að hlaupa á annars konar undirlagi. Annars verður bara hvílt fram á gamlársdag og þá er það spurningin um hvernig viðrar þá þegar Gamlárshlaup ÍR verður þreytt.

Annars var vikan svona. Fór fjórum sinnum út að hlaupa, hefi vanalega farið þrisvar sinnum. Heildarvegalengd: 36,3 km (24,7 km / 18,8 km, vikurnar tvær á undan).


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband