26.12.2007 | 16:15
2ar í jólum - Sukkjöfnun
Veðurspáin fyrir morgundaginn - 3ja í jólum - lofar ekki góðu, mikið frost og rok, svo ég fór út að hlaupa í stað þess fresta hlaupi vegna veðurs. Ákvað að hlaupa lengur en í eina klst. Hljóp eftir snævi þöktum eða vel hreinum (sköfnum) götum og gangstígum. Munur að vera kominn með keðjur, annars hefði þetta ekki verið hægt. Hraðinn var ekki mikill enda var nú varla hægt að beita sér nokkuð í þessari færð. Tölurnar eru þessar: 11 km. á 1:o6 og hlaupataktur 6:06 km/mín. Meðalpúls 156. Hraðast fór ég km á 5:13 mín. og hægast 7:33 mín. Þegar ég fór svona hægt var það ófærðin sem tafði för og ég ekki viss um hvaða leið ætti að fara. Stefndi á holtið og þegar ég var kominn í áttina þangað sá ég að ekkert var búið að skafa, hefði þurft að hlaupa úti á miðri götu en það er ekki þægilegt með keðjurnar, svo ég sneri við. Það er svo sem allt í lagi.
Skv. æfingaráætlun ætlaði ég að hlaupa á morgun og hinn; ekki í dag. Nú er ég búinn með hlaupið sem átti að verða á morgun og þá er bara eftir hlaupið eftir tvo daga. Þá skal hvílt fram að gamlárshlaupi. Kannski var hlaupið í dag sukkjöfnun, eftir tvöfalt hangikjöt gærdagsins, og ég held mig bara við æfingaráætlunina, hleyp í frostinu á morgun eftir afmæliskaffið.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.