23.12.2007 | 20:29
Þorláksmessa - Keðjur og nærbrækur
Gaf sjálfum mér í jólagjöf keðjur og nærbrækur, keyptar í Afreksvörum - ekki mislesa í Ástarvörum. Að sjálfsögðu var ekki hægt annað en að reyna græjurnar þegar heim var komið. Konu minni þótti nú fullmikið að kaupa nærbrækur í hlauparaverslun. Nærbrækur myndi fáu breyta og ég myndi ekki heldur viðurkenna annað en að þær væru til hins betra. Ég ákvað að hlaupa upp á Holt. Mynd af leið! Leið sem er um 11 km og hlaupatakturinn var 5:38 mín/km í -3°C. Keðjurnar reyndust vel í alla staði, í brekkum og beygjum, og það sama verður að segja um nærbrækurnar.
Þegar ég kom heim gerði ég mínar helstu teygjur og fékk soninn til að teygja á fótunum. Hann tók á mér, píndi mig hæfilega, eða skal ég segja illilega. Hélt við hné og teygði; ó hvað ég er styrður. Vonandi lagast þetta; þykist finna mun á hásin og svæðingu í kring.
Hitti í gær hestafrænda - mág minn sem seldi hestana sína fyrir 10 árum - og sagði honum að ég væri búinn að skrá hann í Gamlárshlaup. Sjáum til hvað gerist.
Veit ekki með hlaup á morgun, aðfangadag. Mitt að búa til mat og keyra út jólagjafir. Annars verður örugglega hlaupið á jóladag: Tvö matarboð og kaffi í milli.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.