18.12.2007 | 22:35
Týsdagur - Lengsta hlaup til þessa
Greip tækifærið, nú þegar loksins kom logn, og fór út að hlaupa. Veit ekki hvort ég hafi gert of mikið af því góða. Reyndi að spyrna jafnt, vera beinn í baki, halda öxlunum niðri og stökkva á stundum, kalla fram annars konar álag á hásin og hæl. Var nokkuð þreyttur þegar ég kom heim - ekki að ég hafi verið móður - heldur svona; nú hefi ég tekið vel á. Hljóp út að Suðurbæjarlaug og upp Hringbraut, og sömu leið og áður út að húsi Actavis. Reyndi að fara hægt yfir í upphafi, gekk ekki alveg eftir, gaf í á nokkrum stöðum á leiðinni. Hlaupataktur, var að meðaltali 5:30 en hraðast fór ég kílómetrann á 4:44. Vegalengdin var 8,7 á 48 mínútum og meðalpúls 167. Á leiðinni velti ég fyrir mér hvort ég ætti að taka þátt í Gamlárshlaupi ÍR, og fara undir 50 mínútum. Þegar ég kom heim fékk húsfrúin að teygja á lærvöðvum, þeir hafa sjaldan eða aldrei verið eins stuttir og núna. Verð að halda áfram að teygja.
Í síðustu viku hljóp ég þrívegis, verð - hið minnsta - að jafna það í þessari viku. Væri gott ef ég bætti um betur og færi fjórum sinnum. Næstu tvö hlaup verða stutt, n.k. hvíldarhlaup, og er þá að hugsa um stutta hringinn upp Lækjargötu og út að húsi Actavis. Annars fer það alveg eftir veðri. Lægðirnar bíða víst í röðum og maður verður að leita færis.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.