Sunnudagur - Í miðju stormsins

Það hætti að rigna og lygndi. Veðurspáin fyrir næstu daga er ekki vænleg fyrir útihlaup - fleiri lægðir á leiðinni - og að þeim sökum tók ég fram hlaupagræjurnar, setti kjúkling í ofninn, og fór út að hlaupa.  Sleppti ystu klæðum, enda hiti um 9°C. Reyndi að fara hægt yfir á fyrsta kílómetranum, gekk ekki alveg eftir - fór aðeins of hratt - en það var allt í lagi. Annars var þetta alveg ágætt hlaup. Fór sömu leið og í gær nema ég lengdi leiðina undir lokin, fór út að húsi Actavis, samtals um 7 km. og meðalhlaupataktur 5:42 mín/km. Er ég sneri heim við endann á Reykjavikurvegi byrjaði að rigna og hvessti á ný. Hér er mynd af leiðinni. Líklegast hljóp ég í miðju stormsins, því núna rúmlega klst. síðar er er komin rigning og hávaðarok. Kominn heim fékk sonurinn það hlutverk að teygja á fótum vorum og þeir titruðu, en finn að þetta gerir mér gott. Hann manaði mig til að gera magaæfingar, þær sömu og hann gerir eftir handboltann, ég lét það eftir honum og finn hve mikill dauðans aumingi ég er.

Næst verður hlaupið á morgun, en annars fer það eftir veðri, ef ekki hægt þá síðar. Ætla að fara sömu leið og í dag en lengja svo þegar líður á vikuna.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband