Laugardagur - Kona pínir karl sinn

Ég fór út í morgun og hljóp sömu leið og áður í þessari viku. Nokkur hálka var á gangstéttum en götur verið saltaðar. Ég var snemma á ferð, engir bílar, svo ég leyfði mér að fara út á götu. Annars hljóp ég líka utan vega á grasi. Það reynir á hlauparann með öðrum hætti, n.k. utanvegahlaup! Fór hraðar yfir og þegar ég kom heim fékk húsfrúin að teygja á karli sínum. Hún hló að stirðleika mínum meðan hún píndi mig. Þetta var alls ekki þægilegt. Mínar teygjur til fótanna hafa kannski ekki verið réttar eða af neinu afli.

Set hér lesendum til fróðleiks hlaupatakt þessara þriggja hlaupa, fyrir hvern hlaupinn kílómetra. Fyrst hlaup dagsins í dag, þá í fyrradag og svo tveimur dögum áður. Veit svo sem ekki hvernig skuli túlka þetta. En segjast verður að ég jók hraðann alla vikuna. Tókst þó, eins og ég sagði eftir fyrsta hlaupið, að fara hægt yfir á fyrsta kílómetranum, enda var það ætlunin. Hita upp með hægu hlaupi í upphafi; fer enn of hratt og úr því þarf ég að bæta. Sé á hinum ýmsu hlaupasíðum að menn hita upp með hægu hlaupi, tölti, og svo má gefa í með ýmsum hætti en ljúka með hægu hlaupi. Verð að reyna þetta.

1 - 5:43 - 5:38 - 5:08
2 - 5:17 - 5:35 - 5:34
3 - 5:15 - 6:03 - 6:08
4 - 5:45 - 6:13 - 6:44
5 - 5:59 - 6:01 - 6:32
6 - 5:41 - 6:16 - 6:30

Annars á ég ekki von á því að hægt verði að hlaupa á morgun, sunnudag; enn ein lægðin á leiðinni. Vonandi næ ég að hlaupa á mánadag og svo framvegis. Vonandi, að lámarki, þrjú hlaup. Hlaup vikunnar, sem er að líða, voru samtals 18,8 km. Í næstu viku ætla ég bæta við, hafa hlaupin fjögur. Þrjú millilöng, eins og þau í þessari viku, svo eitt lengra. Sjáum bara til eftir því hvernig veðrið verður.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband