13.12.2007 | 21:44
Þórsdagur - Sonur teygir föður
Þegar ég kom úr vinnu leit ekki út fyrir nein hlaup vegna veðurs en það rættist úr og lægði eftir snjókomuna. Hljóp sömu leið og í fyrradag, næstum 6 km. - hlaupataktur 5:58. Púls var lægri og leið betur. Færðin var ágæt, engin hálka eins og í fyrradag, og gaman að hlaupa í nýföllnum snjó. Kominn heim gerði ég allar mínar teygjur - finn að lendarvöðvar eru stuttir, þeir eru baksins böl - og svo fékk sonurinn að teygja á mínum fótum, píndi mig. Vonandi nær hann að laga þennan lappanna stirðleika. Þyki bjartsýnn þessa stundina.
Annars finnst mér að bílstjórar, sumir hverjir, ættu að skammast sín þegar kemur að vel merktum gangbrautum og gangandi eða hlaupandi fólki. Á leiðinni sem ég hljóp í dag eru að minnsta kosti fjórar vel merktar gangbrautir og þar stoppa bílstjórar sjaldan þegar maður er á ferðinni. Tek fram að maður er vel merktur í sjálflýsandi vesti. Ein gangbrautin er við lögreglustöðina og er undantekning að þeir stoppi. Þetta lýsir íslenskri umferðarmenningu!
Næst verður hlaupið á laugardaginn, veðurspáin er ágæt - en maður veit aldrei.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.