24.11.2007 | 17:41
Laugardagur - Morgunhlaup
Fór út í morgun, veðrið var frábært; við frostmark og logn, og ég hljóp og ekki hljóp litla hringinn. Heildarvegalengd var 6.1 og fór ég fyrstu kílómetrana á þokkalegum tíma, án allra verkja eða vandræða, hlaupataktur 4:48 og 4:38. Ætlaði svo sem ekki að hlaupa svona hratt í upphafi; varð að hlaupa i mig hita. Svo ákvað ég að fara hægar yfir, var orðinn þyrstur; hefði átt á drekka meira vatn áður en ég fór af stað. Kom við í sjoppu á Flatahrauni og fékk vatn. Stúlkan fékk mér stóra könnu og ég drakk. Eftir nokkurn tíma, á fjórða og fimmta kílómetra, fann ég fyrir eymslum aftaní hægra læri, sama og um daginn. Vonandi er það ekki upphafið á neinni alvarlegri slæmsku. Held að innleggin, sem ég keypti í vikunni, séu að gera sitt gagn. Þegar ég kom heim reyndi ég að gera allar mínar teygjur og lá lengi í dyragættinni og teygði á lærvöðvum.
Næst verður hlaupið á morgun eða mánadag, fer svo til útlanda og þá verður hlé.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.