17.11.2007 | 15:56
Laugadagur - Í íþróttahúsi
Fyrir áeggjan sjúkraþjálfarans, sem kom bakinu aftur í lag, mætti ég snemma morguns í tækjasal íþróttahúss. Hefi komist að því, og verð að sætta mig við, að ef ég geri ekki styrkjandi æfingar fyrir bak, læri, kálfa og hásinar losna ég aldrei við meiðslin. Fer þó ekki ofan af því að mér leiðast tæki í íþróttahúsum en með illu skal illt út reka. Mér til björgunar var ég með spilastokkinn (iPod) og hlustaði á Krossgötur, útvarpsþátt sem er fluttur á Rás 1. Eftir æfingar, þær sem þjálfinn kenndi, fór ég í gufubað og það er sannarlega heitt. Eitt sagði sjúkraþjálfinn, við því þarf ég að bregðast; þú er með flatfót og þarft innlegg á vinstri fót! Grunar mig hér, þótt hafi enga sönnun, að hér hafi blaðburðartöskur sjöunda og níunda áratugar skekkt og skræmt fót. Lítið verður því hlaupið nú á næstunni, sérstaklega á meðan verkurinn - tognunin - aftan í læri er til staðar, og ég djöflast í styrkjandi æfingum. Ætti kannski að mæta aftur í þolleikfimi eins og ég gerði vorið 2003!
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.