10.11.2007 | 19:06
Laugardagur - Langt hlaup á holtið
Þegar ég fór á fætur með dótturinni í morgun, rétt fyrir hálf átta, var rigning og rok. Leit þá ekki út fyrir að yrði hlaupið. Á meðan hún horfði á barnaefni lá ég í bæli sonar og svaf; hann var ekki heima í nótt heldur í bílskúr hjá skólabræðrum að "lana", spila tölvuleik. En um klukkan 10 var hætt að rigna og rokið lægt. Þá ákvað ég að fara út og hljóp upp á holt en þó ekki lengri leiðina; fer hana næst og þar næst upp hjá Kaplakrika og yfir göngubrúna í Garðabæ.
Tölur eru þessar: Tími: 1:02. Vegalengd: 11.15 km. Hlaupataktur: 5:35. Púls: 159.
Hér er hlaupatakturinn í dag. Í sviga eru tölur frá því í fyrradag en þá var hlaupin sama leið í upphafi og lokin.
1 - 5:20 (5:03)
2 - 4:50 (4:41)
3 - 5:25 (5:13)
4 - 5:25 (5:09)
5 - 5:51 (5:54)
6 - 6:15
7 - 5:57
8 - 5:45
9 - 5:36 (5:42)
10 - 5:39 (5:35)
11 - 5:32 (6:03)
Þegar ég kom heim eftir hlaupið gerði ég styrkjandi æfingar og reyndi að teygja sem ég best gat.
Annars þarf ég að búa mér til einhverja æfingaáætlun. Eru lesendum með einhverjar hugmyndir. Hef heyrt um SUB áætlanir, þá vísað til www.time-to-run.com, og Yasso spretti. Hvaða reynslu hafa menn af þessu? Markmið mitt er að komast undir 50 mínútur í 10 kílómetrum. Á best frá árinu 2003 í 10 km. 48:08.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.