Þórsdagur - Í roki og rigningu með Roger Waters

Það var sannarlega frískandi að hlaupa í rigningu, litla hringinn sem er hálfur sjötti kílómetri. Skipun dagsins var hálfrar stundar hlaup og ég var þremur mínútum lengur á leiðinni. Stundum blés hressilega á móti ellegar með, og þá rigndi sem ég stæði í kröftugu steypubaði. Ég reyndi einnig að fara rólega yfir og halda mig innan púlsmarka. Meðan ég hljóp hlustaði ég á Roger Waters, The Pros og Cons of Hitch Hiking. Samhliða mér, hluta leiðarinnar, var eitt kona á hlaupum en leiðir skildi á horni Strandgötu og Lækjargötu; maður er þá ekki einn rúllandi ringlaður í rigningu.

Kannski er hækkunin og stuðpúðinn í skónum að gera sitt gagn. Í óskhyggju held ég að fótameinin séu að hverfa. Sem áður - eftir hlaup, hversu hröð sem þau eru - teygði stirðbusinn eins vel og hann gat. En og aftur var það uppáhalds teygja í dyragætt og þá létt lendarteygja.

Næst verður hlaupið á laugardaginn, í hálfa klukkustund. Líklegast sami hringur og í dag. Veðurspáin er þó ekki vænleg; rigning og aftur rigning. En ef veðrið verður eins og í dag þá veður það allt í lagi. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband