Týsdagur - Með hælum

Fór í verslunina Afrek í dag og keypti mér innlegg. Setti í skóna og fór út að hlaupa, nokkuð hærri en áður; kominn með dempara! Nú er bara að sjá til hvernig það á eftir að reynast mér, verður það mér til betrunar og bótar. Fór sama hring og undanfarna daga, reyndi að fara hægt yfir. Tíminn var sá sami og oft áður, 47 mínútur. Þegar þetta er skrifað, rúmri klukkustund eftir hlaup finn ég engan verk. Aðeins hóflegan seyðing. Vonandi lagast þetta allt núna með dempurum. Reyndi svo að teygja eins vel sem ég gat. Helst á hásin og lá lengi í dyragætt, þykist finna að þetta verður smám saman betra.

Annars mældi ég mitt "OwnIndex" á sunnudaginn og mér til undrunar þá stökk það upp um níu stig og er nú með 49 stig, með heilsufarsdóminn: "Very Good". Voru þá liðnir tveir mánuðir frá síðustu mælingu. Í dag vantar oss aðeins fimm stig að komast í úrvalsflokkinn "Elite" en i næstu viku vantar mig aðeins tvö stig, þá á ég afmæli og kemst hratt yfir múrinn í sælureit úrvalsmanna.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband