Þórsdagur - Heill heim á postulahestum

Fór sama hring og í fyrradag. Litli hringur, upp með Læknum, Kaplinn, út að Actavis og heim. Fór aðeins hraðar yfir - tími 37 mínútur - bætti mig um tvær mínútur en það var svo sem ekki markmiðið, aðeins halda mig innan hámarks og lágmarks og púls var í lagi en þó með hæsta móti. Postulahestarnir voru léttfættir (orð úr skáldsögum Ólafs Jóhanns Sigurðssonar um Pál Jónsson blaðamanna og ég hlusta á í hlaðvarpi). Kannski er ég að komast yfir þessi aumu fótamein enda léttist ég og styrkist; spikbagginn að hverfa (annað orð frá ÓJS).

Næsta hlaup verður á laugardaginn og ætla ég að fara sömu leið. Þá er vika í tímatökuhlaup. Ef ég losna við meinið þá ætti ég, eins og ég hef áður sagt, að mæta og hlaupa með Garðbæingum. Þá fæ ég leiðsögn.

Á neti fann ég áhugaverða prófritgerð sem fjallar um hlaupahópa. Höfundar eru Sandra Jónasdóttir og Steinunn H. Hannesdóttir. Titill er Hlaupahópar : könnun á starfsemi hlaupahópa. Á eftir að lesa betur.

Næsta hlaup á laugardaginn. Einnig í rúmlega hálfa klukkustund.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband