18.9.2007 | 22:15
Týsdagur - Upphaf hlaupaviku
Fór út og hljóp í 38 mínútur. Litli hringurinn með smá viðbót, út að glerhöll Actavis og heim. Þegar maður er loksins kominn út vill maður fara lengra, vonandi gerði ég mér ekkert slæmt. Var stirður í upphafi hlaups og reyndi að fara hægt yfir. Fann fyrir örlitlum eymslum í sköflungi hægra megin, en þegar leið á hlaupið þá hvarf verkurinn. Á leiðinni stoppaði ég við Lækinn og teygði ég lítið eitt undir brúnni. Þegar ég kom heim gerði ég mínar helstu teygjur og þá einna helst "teygja í dyragætt". Þegar þeta er skrifað er ég þokkalegur, sjáum svo til í fyrramálið.
Næst verður hlaupið á Þórsdegi. Reyni að fara snemma, tek stúlkubarnið með - minn hjólandi harðstjóra og þjálfara - og svo förum við í sund. Helst í Sundhöll Hafnarfjarðar, þar er gott nuddtæki.
Lesendum til fróðleiks set ég hér mynd af mér i Vatnsmýrarhlaupinu 2007. Vegalengdina fór ég á 24:10. Á þessari mynd er ég nú ekki eins raunamæddur og þegar ég hljóp í Flugleiðahlaupinu (sú mynd er hér við aðra færslu). Þessa stundina eru ekki til fleiri myndir af mér á hlaupum. Maður veit þó aldrei nema Torfi á hlaupasíðunni ná aftur af mér mynd. Ég fann enga í öllum þeim myndum sem voru teknar í Reykjavíkurmaraþoni.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.