Þórsdagur - Sami hringurinn og í fyrradag

Ég hljóp sama hring og í fyrradag. Púlsinn var lægri svo eitthvað er ég að bæta mig.

Þegar ég skutlaði dótturinni á sundæfingu í gær hitti ég gamlan kunningja minn. Hann er sjúkraþjálfari og gamall sundkappi, syndir helst í sjó nú. [Komið að klassísku kveini um íþróttameiðsl.] Ég sagði honum að ég væri byrjaður að hlaupa á ný og væri með verk í hnésbót. Meðan við biðum eftir börnunum þá rakti ég fyrir honum og sýndi þær teygjur sem ég geri að loknum hlaupum. Hann lét mig m.a. lyfta löpp og halla mér fram. Hann gerði þar könnun á hvort það væri aðeins vöðvinn ellegar einnig taugin sem væri aum. Það var hans dómur að þetta væri einhver þreyta í vöðvafestu og sagði mér að halda áfram en fara rólega. Hann er sjálfur byrjaður að hlaupa og segir alltaf erfitt fyrir menn á besta aldri að byrja aftur; þeir vilja oftast fara of hratt yfir. 

Þegar ég kom heim, eftir hlaupin í kvöld, gerði ég svo mínar fínu teygjur og þá helst "hamstrengur í dyragætt" og finn að hún er að skila því sem til er ætlast. Eitthvað teygist á stuttum lærvöðvum. Lesendum til fróðleiks þá laumast ég stundum til að teygja á kálfum meðan ég bíð eftir vagninum. Tel mig í trú um að ég nái að hita upp á rösklegri göngu að stoppistöðinni. Það skiptir engu þótt samferðamenn mínir segi við sjálfa sig: Þessi er nú eitthvað skrítinn. Eru það ekki bara annars skrítnir sem ferðast með strætó! Kannski taka þeir ekkert eftir þessu.

Læt þessu lokið í kvöld. Næsta hlaup er á laugardaginn og þá einnig í hálfa klukkustund þótt það sé nú freistandi að hlaupa lengur, það verður á sunnudaginn. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband