2.9.2007 | 13:05
Sunnudagur - Hlaupið að nýju
Fór upp í Kaplakrika á hlaupabrautina þar. Tel mig nú heilan heilsu en líklegast fæ ég það í bakið (alltaf sama svartsýnin). Ákvað að fara létt yfir og hlaupa hið minnsta í hálftíma. Með hléum, þar sem allar helstu hásina og lærisins teygjur voru reyndar, hljóp ég eða skokkaði 15 hringi sem eru samtals 6 km. Meðan á hlaupunum stóð fann ég fyrir örlitlum eymslum aftan í hægra hnéi en fór um leið og ég var orðinn heitur. Nú, þegar þetta er skrifað, hálfri annarri klukkustund eftir hlaup og vandaðar teygjur, er engin verkur. Kannski ætti ég að mæta í leikfimissalinn og gera nokkrar styrkjandi æfingar fyrir lappirnar. Vitað að þær eru ævinlega til vandræða.
Næst verður hlaupið eftir tvo daga og í hálfa klukkustund. Kannski fer ég aftur upp á Kaplakrika og sjáum þá til hvort allt verði í lagi.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.