Þórsdagur - Síðasta hlaupið fyrir þonið

Hljóp um bæinn í 33 mínútur, næstum 6 km, meðan börnin horfðu á fótboltaleik á Kaplakrika. 

Ég keypti PENZÍM (hvatakremið íslenska), bar á auma sin og stirða liði og þykist finna mun á mér; vonandi er þetta það galdrakrem sem um er talað. Fór til sjúkraþjálfarans í fyrradag, bar upp um minn vanda með hásinina. Eftir geislabað lét hann mig - Íslands stirðasta mann - gera nokkrar teygjur fyrir kálfa, þá sá hann og sagði; þú ert allt of stífur og stirður til fótanna. Teygðu betur og gerðu það svona. Þeir eru ekki ófáir staðirnir sem þarf að bæta með teygjum og togum.

Annars þýðir ekkert að vera að rausa! Hlaupið verður á Laugardaginn kl. 10, ég ætla mér að fara 10 km og vonast til að ljúka því á innan við einni klukkustund, helst á innan við 55 mínútum. Hestafrændi hefir einnig skráð sig og munum við líklega verða samferða inneftir og hita upp saman. Svo mun dóttirin taka þátt í Latabæjarhlaupinu síðar um daginn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband