8.8.2007 | 22:10
Óðinsdagur - Hlaupið í klukkustund
Loksins! loksins! Vissi svo sem að ég gæti það; hefi gert það áður en langt síðan. Náði einnar klukkustundar hlaupi og nokkrum mínútum betur, án þess að gera nokkurt hlé nema þegar púlsinn var of hár. Hljóp upp á holt og fór um Háholtið og sömu leið og áður heim, nema út að Hótel Hafnarfirði. Þetta eru, ef eitthvað er að marka mælingar á Borgarvefsjá, næstum 10 km. Næst þegar ég á að hlaupa í meira en klukkustund fer ég út að glerhöll Actavis.
Hlaupið var þó ekki alveg verkjalaust. Í upphafi var lítill verkur í vinstra hné en hann hvarf þegar ég var orðinn heitur, þá fann ég örlítið fyrir í hásin en þetta var allt smávægilegt. Í morgun heimsókti ég sjúkraþjálfarann, viðgerðir á vinstri herðavöðva og hásin halda áfram. Hann gaf mér nokkur ráð við hlaupin. Sagði mér að hleypa ekki öxlunum upp í eyru og gæta þess að skjóta ekki hökunni fram; vertu beinn í baki. Þetta er nokkuð sem er víst allt of algengt hjá frístundarhlaupurum. Hafði þetta í huga er ég hljóp en gleymdi því stundum.
Tvö hlaup eru eftir í þessari viku en svo verður "virk" hvíld fram að 10 km. hlaupi þann 18. ágúst.
Lesendum, ef einhverjir eru, til fróðleiks eru tímar mínir í 10 km tímatökuhlaupum, gamlir tímar frá 2003. Hefi ekki hlaupið síðan þá.
48:08 | Hlaupið í Skarðið, Reykjavík | 24.07.2003 | |
50:13 | H2O hlaupið, Heiðmörk | 12.07.2003 | |
51:45 | Miðnæturhlaupið, Reykjavík | 23.06.2003 |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.