Laugardagur - Haldið á Holtið

Áætlun boðaði hlaup í 45 mínútur en þær urðu 56, aðallega því ég stefndi á Holtið og vegalengdin var lengri en gamli hringurinn. Rúmlega 9 km. Áður en ég fór af stað hitaði ég hásin og bar á hana hitakrem. Ráð frá gamalreyndum íþróttamanni sem hefur átt í við hásinarvanda að etja. Þegar hún var orðin heit teygði ég á. 

Eftir hlaupið fór ég með dóttur og vinkonu hennar í sund. Þar reyndi ég að teygja. Í lauginni hitti ég einn af hlaupurum Hafnarfjarðar, ritara Félags maraþonhlaupara. Ég hefi um nokkurn tíma fylgst með hlaupadagbók hans á netinu. Hann og flokkur annarra - Skokkhópur Garðabæjar - hlaupa hér um nærsveitir og spurning hvort ég taki þátt, þá mæti ég um hálf sex við sundlaugina í Garðabæ. Hleyp heiman frá mér og út í Garðabæ. Veit að ég þarf að auka hraðann og bæta tækni; það gerist kannski með því að hlaupa með öðrum.

Skulda enn nokkrar mínútur og ef veðrið verður gott á morgun þá fer ég ásamt dóttur stuttan hring. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband