Morgunhlaup í rigningu og vikulyktir

Fjórða hlaupið í þessari viku. Áttu fyrst að vera þrjú en urðu fjögur. Vonandi kemur það manni ekki í koll að vera svona bráður og hvatvís. Sem áður fór dóttirin með, sami hringur og áður en breytt leið í upphafi og lok, og það var hennar verk.

Hlaupavikan var þokkaleg, vikan þar á undan var aðeins upphitun og ekki marktæk. Spurning hvernig næstu vikur verða og hvort ég verði kominn í nægilega gott form til að taka þátt í Maraþonhlaupi þann 18. ágúst. Í þetta skipti verður hvorki reynt við hálft né heilt maraþon, aðeins  10 km. tímatökuhlaup.

Svo gæli ég við að taka þátt í Vatnsmýrarhlaupi 2. ágúst. Lesendum til fróðleiks - sem ég held að séu nú engir - þá tók ég þátt í þessu hlaupi árið 2003. Varð í 32. sæti af 83. Hlaup kílómetrana 5 á 22:01. Og veit að mér mun nú ekki takast að verja það sæti eða ná í mark á þessum tíma. Kemur í ljós.

Hér koma tölur (sem áður í þessari röð, vikunúmer, fjöldi hlaupa, samtals tími, vegalengd og brenndar kaloríur):

30: 4 - 2:37 - 22,3 - 2.344 

29: 2 - 1:20 - 11,0 - 1.260 

26: 3 - 1:41 - 15,9 - 1.495 

25: 5 - 2:41 - 26,3 - 2.489

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband