Þriðja hlaup vikunnar

Þriðja hlaup vikunnar var þreytt í gær; sama leið og áður, 5,6 km. Fyrr um daginn fór ég til sjúkraþjálfara og hann átti við öxl og hásin. Hin aumu svæði voru hituð, nudduð og laserskotin; tímanum lauk svo með því að hálsinn var settur í togvél. Ég spurði hvort hvort væri í lagi að hlaupa með auma hásin. Hann svaraði því til að það væri í lagi meðan ég væri ekki með skerandi verk. Hlaupið gekk að óskum og á beinu köflunum, eftir að ég var orðinn heitur, jók ég hraðann og fann ekkert fyrir því. Dóttirin fór með á hjólinu og við stoppuðum nokkrum sinnum til að teygja. Fyrst hjá leiksviðinu á Thorsplani og svo hjá Lækjarskóla. Annars var hún oftast nær á undan mér.

Í síðustu færslu sagði ég að virkri hvíld yrði beitt á hvíldardegi. Ég fór í sund og synti 200 metra. Næst þegar ég fer ætla ég að synda þrjú hundruð metra. Er sundi lauk fór ég í heitan pott og nuddaði aum svæði og þá sérstaklega hásin.  

Á morgun, sunnudag, verður hlaupið í 30 mínútur og skulu það vera léttir sprettir. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband