Hlaupið að morgni

Í síðustu viku hljóp ég tvívegis og á nýjum skóm, hafði einnig verið teygður og stunginn af sjúkraþjálfara; öxl, háls og hásin. Beið alltaf spenntur að kæmi verkur en ekkert gerðist, sem betur fer.

Í þessari viku verður hið minnsta hlaupið þrívegis og ætli verði ekki miðað við 40 til 50 mínútna hlaup í hvert skipti.

Í morgun hljóp ég með dótturinni sem var á hjóli; hún rak mig af stað. Nennti ekki út í gærkvöldi eftir siglingu á Faxaflóa að leita hvala. Við fórum snemma út og samtals hljóp ég í næstum 45 mínútur með hléum til að teygja og toga. Heimsóttum móðurina í bókhaldinu, Einar langa, sem gerir nú við pústið á bílnum í enn eitt skiptið, og komum við í hjólabúð (og þar spurðum við - lesist: ég - kjánaspurninga því bremsan á hjóli stúlkunnar var föst). 

Leiðin var hefðbundin og ég gaf í á nokkrum stöðum, beinu köflunum og það var allt í lagi. Verð þó að viðurkenna að ég var nú ekki nógu duglegur að teygja þegar ég kom heim. Gerði þó þær helstu. Lofa að gera betur á morgun.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband