Af stað á ný

Í þessari viku, svo maður haldi uppi hefð margra bloggandi hlaupara - sem eru misalvarlegir í sínum skrifum - að rekja heilsufar. Hef tvívegis í þessari viku farið til sjúkraþjálfara vegna axlarmeins og óþæginda í hásin, var satt að segja uppgefinn á þessum meinum sem ætluðu ekki að lagast. Nú teygir þjálfi á öxl og herðum, ég er stunginn nálum um allan kropp, þrýst er á harða punkta og togað; vonandi lagast þetta.

Í dag keypti ég nýja hlaupaskó og þeir eiga að vinna upp á móti innhalla, skótau með "motion control", og að sjálfsögðu fór ég út að hlaupa.

Ég og dóttirin fórum okkar 30 mínútna hring, sem tók lengri tíma en áður. Farið varlega, engir verki í sköflungum og þægilegt að fara niður brekkuna við sunnan við Hrafnistu, hnésbætur í lagi, þótt örlítill verkur væri í upphafi sem hvarf þegar ég var orðinn heitur. Stoppaði við Gamla Lækjarskólann og teygði á lærvöðvum og kálfum, og dóttir rólaði sér á meðan. Gerði þó eitt grallaraverk, til að prófa skótauið; tók sprett við Tjörnina og ekki hefir það gert mér illt.

Jæja, lýk þessu nú: Byrjaður aftur og vonandi kemur ekkert upp á; öll meiðsl að baki!   


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband