17.12.2010 | 22:16
Föstudagur - Sofnađi eftir sund í sjöundu viku
Hetjuháttur Eldingarinnar heldur áfram, hverri einustu hindrun er rudd úr vegi og brautin er greiđ. Leiđtoginn, hiđ margfellda járnmenni, sagđi eitt sinn á hlaupaćfingu hjá Fimleikafélaginu (svo fćrt sé í stílinn) ađ nú skyldi ég mćta á sundćfingu ţegar haustţoni vćri lokiđ. Búiđ vćri ađ stofna ţríţrautardeild innan Sundfélags Hafnarfjarđar, www.3SH.is. Nú vćri bara ađ mćta - kynningarfundur í nćstu viku og ţangađ kom ég međ öđrum hetjum sem allar voru sundvanar. Teknar myndir af hetjum og menn beđnir ađ berja á brjóst sér og tilkynna allar ţeirra fyrirćtlanir. Ţá var sagt ađ ćfingar ćttu ađ byrja brátt og verđa árdegis, klukkan sex, og viđ verđum međ frábćran ţjálfara (sem er rétt).
Veiklyndur og áhrifagjarn, eins og ţegar ég hjólađi af stađ fyrir áeggjan leiđtogans, ţá lét ég undan, sagđist ćtla ađ mćta á bakkann. Vitandi ađ ţetta yrđi alls ekki ţrautarlaust fyrir morgunsvćfan. Ađ vakna klukkan fimm ađ morgni, um hávetur í mesta myrkrinu, og hafa mig út úr húsi til ađ stinga mér í kalda laug og busla ţar undir árvökulum augum ţjálfara. Hópefliđ og pressan var ţvílík, engin undankomu leiđ - ć ég nenni ţessu nú varla, og hlaupafélaginn í maraţoninu líka búinn ađ skrá sig. Gleymum ekki heldur hlaupasystrum mínum sem voru einnig komnar í flokka ţríţrautarmenna. Eldingin mćtti!
Sjöundu ćfingarviku lauk í dag, föstudag, og ţá, eins og á miđvikudaginn, synti ég á minn ţokkafulla hátt allar sundtegundir - ađ vísu sleppti ég flugsundi sem var ekki bođiđ upp á og kemur örugglega brátt ađ. Mér er skipađ eins og nokkrum öđrum í C-flokk gćđinga, ţar busla ég fram og til baka, stundum međ blöđkur og stundum ekki - en ekki hef ég fengiđ ađ prófa klofkútinn. Ţar reynir mađur ýmislegt, syndir á hliđ, drillar og strýkur vatniđ og spriklar fótum lárétt. Kjarkmiklir taka snúninga og klórskola vitin. Alltaf er ég ađ bćta mig og smá saman verđ ég bestur. Kemst lengra og lengra. Í fyrstu viku náđi ég rétt ađ synda 800 metra en í dag, og á undanförnum ţremur ćfingum, ţá massađi ég tvo kílómetra. Ţó skal viđurkennast ađ stundum er gott ađ komast ađ bakkanum ćđi andstuttur. Vitandi ađ brátt ţurfa hin sönnu járnmenni í A-flokki gćđinga ađ fara ađ gćta sín.
Ţetta tekur sinn toll, ađ vakna snemma. Mćti syfjađur á bakkann, vakna í kaldri lauginni, verđa ótrúlega sprćkur og svo um hádegi tekur ađ halla undan fćti. Kaffidrykkja og orkudrykkir ná ekki ađ halda mér ferskum. Er sem vansvefta ungbarnaforeldri. Athyglisbrestur á háu stigi gerir vart viđ sig, ég sofna í strćtó á leiđinni heim (ţví ekki hef ég enn haft mig í ţađ ađ hjóla til vinnu eftir ţessar ţolţrautir en viti menn ţađ verđur brátt). Kominn heim ţá sofna ég yfir fréttum, og í kvöld var ágćtt ađ sofna yfir Kastljósinu - fátt gerđist ţar ađ ég held.
Á morgun fer ég ekki í sund en ađ öllum líkindum verđur hlaupiđ hjá Fimleikafélaginu (www.hhfh.is) - ef vetrarhörkurnar, frostiđ, rokiđ og myrkriđ, dragi úr mér allan mátt. Svo má ég ekki fara of seint ađ sofa ef ég á ađ hafa einhverja krafta til ađ halda hlaupaţokka. Nú er klukkan tíu, best ađ koma sér í bćliđ og gera áđur teygjurnar sem teygnimeistari hlaupahópsins og ađstođarstúlkur hans sýndu mér á fimmtudaginn.
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.